Urriðaholtsskóli óskar eftir tónmenntakennara

side photo

Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir börn á aldrinum 1-16 ára. Auglýst er eftir tónmenntakennara, til að byggja upp þróa tónmenntakennslu skólans. Í Urriðaholtsskóla er áhersla á skapandi starf með einstaklinginn í fyrirrúmi og verið er að móta tónmenntakennslu skólans í nýrri aðstöðu.

Teymisvinna er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsfólks, svo og milli skólastiga. Gildi skólans eru: Virðing, ábyrgð og umhverfi. Starfsumhverfi er gott og lögð áhersla á að vinna eftir gagnreyndum aðferðum. Skólaárið 2025-2026 verða rúmlega 600 nemendur við skólann, þar af yfir 450 nemendur í 1.-10. bekk.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipuleggur og sinnir námi og kennslu í tónmennt
  • Sér um samsöng nemenda
  • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska
  • Stuðlar að velferð nemenda og samstarfi við foreldra og fagfólk
  • Tekur þátt í teymisvinnu með öðrum kennurum og fagaðilum sem koma að nemendum
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samráði við stjórnendur og samstarfsfólk

Hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði grunnskóla
  • Sérhæfing eða reynsla á sviði tónmenntakennslu í grunnskóla
  • Lipurð, þolinmæði og færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, stundvísi og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á skólaþróun
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. Evrópska tungumálarammanum
  • Þekking á fjölbreyttum kennsluháttum og góð tölvukunnátta
  • Reynsla af starfi í grunnskóla og/eða starfi með börnum

Starfsfólk í skólum Garðabæjar hefur möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins.

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2025. Um 100% starfshlutfall er að ræða.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorgerður Anna Arnardóttir, skólastjóri Urriðaholtsskóla, s. 5919500, netfang thorgerduranna@urridaholtsskoli.is

Starfsmenn sveitarfélagsins fá hreyfistyrk, frítt í sund, bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands. Þá hefur starfsfólk í skólum Garðabæjar möguleika á að sækja um styrki í þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.

Umsókn um starfið skal fylgja kynningarbréf og starfsferilskrá. Í kynningarbréfi skal gera grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.