Kennari og deildarstjóri við Urriðaholtsskóla

side photo

Auglýst er eftir kennara sem sinnir deildarstjórn á mið- og unglingastigi í 50% og kennslu á sömu stigum í 50% starfi.

Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir börn á aldrinum 1-16 ára með ríflega 440 nemendur og 130 starfsmenn, þar af tæplega 300 nemendur í 1.-9. bekk.

Skólinn er ört vaxandi en hann tók til starfa í apríl 2018 og leitað er eftir einstaklingi til að taka þátt í frekari uppbyggingu á skólasamfélaginu sem áhersla er á skapandi starf með einstaklinginn í fyrirrúmi. Verið er að innleiða kennsluaðferðirnar Stýrð kennsla og fimiþjálfun. Teymisvinna er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga. Gildi skólans eru: Virðing, ábyrgð og umhverfi. Starfsumhverfi er gott og lögð áhersla á að vinna eftir gagnreyndum aðferðum.

Helstu verkefni deildarstjóra eru meðal annars:

 • Að vinna með kennurum og styðja þá í starfi
 • Skipulag, samræming og utanumhald varðandi skólanámskrá og námsmat
 • Utanumhald um málefni nemenda varðandi ástundun, nám og líðan
 • Skipulag og framkvæmd daglegs skólastarfs í samráði við skólastjórnendur og annað starfsfólk
 • Vinna náið með stjórnendum skólans og sameiginleg ábyrgð á að viðhalda faglegu starfi og jákvæðum skólabrag

Helstu verkefni kennara eru meðal annars:

 • Að fylgjast með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska
 • Að fylgjast með og stuðla að velferð nemenda
 • Að vinna náið með umsjónarkennurum í árganginum ásamt öðrum fagaðilum sem koma að nemendum
 • Að taka þátt í þróun skólastarfsins og innleiðingu á kennsluháttum skólans

Kröfur um menntun, reynslu og hæfni umsækjenda:

 • Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði grunnskóla
 • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg
 • Fjölbreytt kennslureynsla í grunnskóla
 • Þekking á fimiþjálfun og stýrðri kennslu æskileg
 • Þekking og reynsla af Good Behavoir Game til bekkjarstjórnunar æskileg
 • Lausnamiðað viðhorf til flókinna úrlausnarefna
 • Góð samstarfshæfni og vilji til að vinna með ólíkum hópum
 • Skipulagshæfileikar og frumkvæði
 • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
 • Góð tölvukunnátta
 • Reynsla af teymisvinnu í grunnskóla æskileg

Starfsfólk í skólum Garðabæjar hefur möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins.

Umsóknarfrestur er til og með 23. júní 2024. Gert er ráð fyrir að ráðning taki gildi frá og með næsta skólaári, þ.e. 1. ágúst 2024.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Þorgerður Anna Arnardóttir skólastjóri Urriðaholtsskóla, s. 5919500, netfang thorgerduranna@urridaholtsskoli.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.