Urriðaholtsskóli auglýsir eftir deildarstjórum á leikskólastig

side photo

Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ. Auglýst er eftir deildarstjóra til að taka þátt í að móta og byggja upp skólasamfélag þar sem áhersla er á skapandi starf með einstaklinginn í fyrirrúmi. Þetta skólaár eru leikskólabörn á 7 deildum frá þriggja til 5 ára en gert er ráð fyrir að leikskólabörnum fjölgi næsta skólaár og að skólastigið verði heilstætt hvað aldur varðar. Auglýst er eftir deildarstjórum á 3 deildir.

Teymiskennsla er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga. Gildi skólans eru: Virðing, ábyrgð og umhverfi. Starfsumhverfi er gott og lögð áhersla á að vinna eftir gagnreyndum aðferðum.

Helstu verkefni:

 • Vinnur að uppeldi og menntun barna
 • Að stýra daglegu fagstarfi deildar og skipulagi
 • Vinnur að áætlanagerð og mati á námi barna og starfi leikskólans
 • Er hluti af stjórnendateymi leikskólastigs
 • Foreldrasamstarf

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
 • Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
 • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
 • Góð samskiptahæfni
 • Reynsla af teymisvinnu æskileg
 • Sjálfstæði, sveigjanleiki og frumkvæði
 • Vera tilbúinn að fylgja stefnu skólans, að vinna með öðrum og um leið búa yfir frumkvæði og getu til að vinna sjálfstætt

*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.

Hlunnindi: 

 • Á leikskólastigi Urriðaholtsskóla er full vinnustytting eða 4 klst. á viku. Hluta styttingar er safnað í vetrarfrí, páska- og jólafrí. Sérstök skráning barna er í vetrar- og jólafríi en lokað er í dymbilviku, sem og 2. janúar vegna styttingar starfsfólks
 • Leikskólinn er opinn frá kl 07:30-16:30 mánudaga til fimmtudaga en frá 07:30-16:00 á föstudögum
 • 25% stöðugildi á hverri deild vegna snemmtækrar íhlutunar
 • Skipulagsdagar eru fimm á skólaári og eru skipulagsdagar í leik- og grunnskólum bæjarins samræmdir
 • Starfsmannaafsláttur er af leikskólagjöldum
 • Frítt í sund, á bókasafn Garðabæjar og á Hönnunarsafnið sem og heilsuræktarstyrkur

Starfsfólk í skólum Garðabæjar hefur möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi. Einnig er til staðar sérverkefnasjóður sem styður enn frekar við skólastarfið.  

Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 21. júní 2024. Gert er ráð fyrir að ráðning taki gildi sem fyrst. Um 100% stöður er að ræða.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorgerður Anna Arnardóttir skólastjóri Urriðaholtsskóla, s. 5919500, netfang thorgerduranna@urridaholtsskoli.is og Þórey Huld Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri leikskólastigs Urriðaholtsskóla, netfangið thoreyjo@urridaholtsskoli.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.