Leikskólinn Sunnuhvoll auglýsir eftir sérkennslustjóra

side photo

Leikskólinn Sunnuhvoll óskar eftir sérkennslustjóra til starfa í 25% starfshlutfall. Heildarstarfshlutfall er sveigjanlegt þ.e. viðkomandi getur verið í fullu starfshlutfalli þ.e. 25% sem sérkennslustjóri og 75% sem starfsmaður á deild.

Sunnuhvoll er tveggja deilda ungbarnaleikskóli í Garðabæ sem í eru 27 börn. Vegna smæðar leikskólans eru samskipti og samvinna milli starfsmanna náin. Gildin okkar eru fagmennska, umhyggja og gleði sem við viljum að endurspeglist í öllu okkar starfi. 

Við leggjum upp með að starfið endurspeglist af faglegum metnaði og leitumst eftir að gera gott starf enn betra. Á leikskólunum starfar sterkur hópur fagmanna auk frábærra leiðbeinanda sem hefur unnið lengi saman. Starfsandi er góður og samheldinn og einkennist af virðingu og þægilegu andrúmslofti.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans
 • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu
 • Sinni einstaka börnum og barnahópum með íhlutun
 • Veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf
 • Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum
 • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Garðabæjar

Menntun, hæfni og reynsla:  

 • Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum kostur
 • Reynsla af starfi með börnum
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
 • Góð samskiptahæfni

*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.

Hlunnindi

 • Á Sunnuhvoli er full vinnustytting sem er 4 klst. á viku. Hluta styttingar er safnað yfir árið
 • Leikskólinn er lokaður í dymbilviku og 2. janúar vegna vinnustyttingar starfsfólks
 • Leikskólinn lokar kl. 16:00 á föstudögum en 16:30 aðra daga
 • Skipulagsdagar eru fimm á skólaári og eru samræmdir í leik- og grunnskólum Garðabæjar
 • Starfsmannafsláttur er af leikskólagjöldum
 • Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið frítt árskort í sundlaugar bæjarins, bókasafnskort auk styrks til hreyfingar eftir 6 mánuði í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2024.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónína Guðrún Brynjólfsdóttir, leikskólastjóri í síma 5919380 eða með því að senda tölvupóst á sunnuhvoll@sunnuhvoll.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.