Biðlisti - Fjölbreytt sumarstörf fyrir 18 ára og eldri (fædd 2007 eða fyrr)

side photo

Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2007 eða fyrr. Hægt er að sækja um í umhverfishópum og aðstoðarmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga. Sjá nánar hér.

Aðstoðarmaður verkefnastjóra og flokkstjórar:

Aðstoðarmaður verkefnastjóra skapandi sumarstafa skal vera fæddur árið 2005 eða fyrr. Kostur ef viðkomandi hefur menntun eða reynslu í lista- og menningarmálum. Starf aðstoðarmanns verkefnastjóra felst í skipulagningu og stýringu á vinnu ungmenna í skapandi sumarstarfi í samvinnu við verkefnastjóra. Nánari upplýsingar gefur menningarfulltrúi í síma 8208550 eða olof@gardabaer.is 

Flokkstjórar umhverfishópa skulu vera fæddir árið 2004 eða fyrr. Störfin felast í að stýra hópum ungmenna við almenn garðyrkjustörf. Nánari upplýsingar gefur garðyrkjustjóri í síma 591 4579 eða smarig@gardabaer.is

Nánari upplýsingar og lýsingar á störfunum má finna hér.

Umsóknafrestur er til og með 31. maí 2025 en byrjað verður að vinna úr umsóknum í lok mars. Umsækjendur skulu sækja um ofangreind störf hér að neðan.

Vinsamlega athugið að þegar umsókn hefur verið fullkláruð berst staðfestingarpóstur um að umsókn sé móttekin. Berist sá póstur ekki þarf að yfirfara skráningu umsóknar.