Biðlisti - Fjölbreytt sumarstörf fyrir 18 ára og eldri (fædd 2006 eða fyrr)

side photo

Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2006 eða fyrr. Hægt er að sækja um í umhverfishópum, fjölbreytt störf á stofnunum, störf í leikskólum, skapandi sumarstörf og aðstoðarmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga. Sjá nánar hér.

Verkefnastjóri, aðstoðarmaður verkefnastjóra, yfirflokkstjóri og flokkstjórar

Verkefnastjóri skapandi sumarstarfa skal vera fæddur árið 2001 eða fyrr og með menntum í skapandi greinum og reynslu af miðlun og listsköpun. Nánari upplýsingar gefur menningarfulltrúi í síma 8208550 eða olof@gardabaer.is 

Aðstoðarmaður verkefnastjóra skapandi sumarstafa skal vera fæddur árið 2004 eða fyrr. Kostur ef viðkomandi hefur menntun eða reynslu í lista- og menningarmálum. Starf aðstoðarmanns verkefnastjóra felst í skipulagningu og stýringu á vinnu ungmenna í skapandi sumarstarfi í samvinnu við verkefnastjóra. Nánari upplýsingar gefur menningarfulltrúi í síma 8208550 eða olof@gardabaer.is 

Yfirflokkstjóri umhverfishópa skal vera fæddur árið 2001 eða fyrr. Starfið felur í sér stefnumótun, skipulagningu, ábyrgð og stýringu á vinnuhópum í samvinnu við garðyrkjustjóra. Nánari upplýsingar gefur garðyrkjustjóri í síma 591 4579 eða smarig@gardabaer.is

Flokkstjórar umhverfishópa skulu vera fæddir árið 2003 eða fyrr. Störfin felast í að stýra hópum ungmenna við almenn garðyrkjustörf. Nánari upplýsingar gefur garðyrkjustjóri í síma 591 4579 eða smarig@gardabaer.is 

Flokkstjórar í leikskólum skulu vera fæddir árið 2004 eða fyrr. Störfin felast í skipulagningu og stýringu í samvinnu við leikskólastjóra á vinnu ungmenna á aldrinum 17 - 20 ára sem eru við sumarstöf í leikskólum. Nánari upplýsingar gefur mannauðsstjóri í síma 525 8500 eða ingath@gardabaer.is

Starf á Hönnunarsafni Íslands - Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2006 eða fyrr. Störfin felst í flokkun safngripa, gagnaskráningu, móttöku gesta o.fl. Nánari upplýsingar gefur Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns í síma 512 1525 eða sigridurs@honnunarsafn.is 

Þjónusta við eldri borgara í Jónshúsi - Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2006 eða fyrr. Störfin felast í að afgreiða í kaffiteríu, frágangur í eldhúsi og sal. Aðstoð við viðburði eftir þörfum. Nánari upplýsingar gefur Elín Þ. Þorsteinsdóttir, umsjónamaður í félagsstarfi eldri borgar í síma 617 1501 eða elinthorste@gardabaer.is

Bæjarskrifstofur:

Starf við launavinnslu - Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2002 eða fyrr. Vera talnaglöggir, með góða rökhugsun, nákvæmir og með þekkingu og reynslu af helstu aðgerðum í excel.  

Starf á tölvudeild - Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2002 eða fyrr. Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla á sviði tölvurekstar er kostur.

Aðstoð á tæknideild - Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2004 eða fyrr. Vera nákvæmir og samviskusamir.

Starf í þjónustuveri - Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2003 eða fyrr. Störfin felast í móttöku viðskiptavina, gagnaskráningu og almennum skrifstofustörfum.

Aðstoð við skalavörslu - T.d. nemi í sagnfræði, upplýsingafræði eða sambærilegt. Vera vandvirkur, nákvæmur og sjálfstæður í vinnubrögðum.

Nánari upplýsingar um störf á bæjarskrifstofum gefur mannauðsstjóri í síma 525 8508 eða ingath@gardabaer.is 

Nánari upplýsingar og lýsingar á störfunum má finna hér.

Umsóknafrestur er til og með 13. maí 2024 en byrjað verður að vinna úr umsóknum í lok mars. Umsækjendur skulu sækja um ofangreind störf hér að neðan.

Vinsamlega athugið að þegar umsókn hefur verið fullkláruð berst staðfestingarpóstur um að umsókn sé móttekin. Berist sá póstur ekki þarf að yfirfara skráningu umsóknar.