Sjálandsskóli auglýsir eftir leiðbeinanda í tómstundaheimilið Sælukot

side photo

Sjálandsskóli auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf í frístundaheimlið Sælukot. Opnunartími tómstundaheimilisins er frá kl. 13:30 -17:00. Í boði eru tímavinnustörf og hlutastörf með sveigjanlegum vinnutíma eftir hádegi. Hentar vel sem aukavinna með námi.

Í Sælukoti eru um 70 börn í 1.-4.bekk sem eru þar við leik og fjölbreytt störf að loknum skóladegi.

Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að starfa að sveigjanlegu tómstundastarfi í teymisvinnu samkvæmt skólastefnu Sjálandsskóla.

 

Menntun, reynsla og hæfni:

  • Gott vald á íslensku
  • Uppeldismenntun sem nýtist í starfinu er kostur
  • Reynsla af starfi með börnum er kostur
  • Ánægja af starfi með börnum
  • Dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

 

Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2019.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Unnur Edda Davíðsdóttir umsjónarmaður Sælukots unnurda@sjalandsskoli.is eða Edda Björg Sigurðardóttir, skólastjóri, edda@sjalandsskoli.is

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar.

Samkvæmt jafnréttisáætlun Garðabæjar eru allir hvattir til að sækja um - karlar jafn sem konur.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.