Sumarstarfsfólk óskast á heimili fyrir börn í Garðabæ

side photo

Spennandi og fjölbreytt starf með fötluðum börnum og ungmennum.

Garðabær óskar eftir að ráða sumarstarfsmenn til starfa á heimili fyrir fötluð börn og ungmenni í Garðabæ.

Starfshlutfall eftir samkomulagi. Unnið er á kvöld-, nætur- og helgarvöktum.

Helstu verkefni:

  • Aðstoða börn við athafnir daglegs lífs
  • Þátttaka í faglegu starfi

Menntun og hæfniskröfur:

  • Jákvæðni og áhuga á að starfa með fötluðum börnum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi, samviskusemi og reglusemi
  • Gott er að umsækjandi hafi reynslu af starfi með fötluðum börnum en þó ekki skilyrði
  • Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Hreint sakavottorð

Unnið er eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar og hugmyndafræði um sjálfstætt líf.

Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2024.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Sigurðsson, forstöðumaður í síma 617-1582 milli kl 9- 17 virka daga eða með því að senda tölvupóst á hlodversi@gardabaer.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélags Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.