Yfirþroskaþjálfi óskast á skammtímavistunina Móaflöt í Garðabæ

side photo

Garðabær óskar eftir að ráða yfirþroskaþjálfa í 100% stöðu í skammtímavistun fyrir börn með fötlun, um er að ræða spennandi skemmtilegt og fjölbreytt starf.
Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Þroskaþjálfi vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn, forstöðumann og aðra starfsmenn
  • Sinnir skipulagningu, samhæfingu, upplýsingamiðlun, áætlana- og skýrslugerð er varðar faglegt starf
  • Setur upp þjónustuáætlanir í samráði við notanda, forstöðumann, starfsmenn og aðstandendur og tryggir að endurmat verði gert á gildandi þjónustuáætlunum
  • Leiðbeinir öðru starfsfólki á starfsstöðinni varðandi umönnun og þjálfun notenda, veitir faglegan stuðning í starfi
  • Veitir notendum einstaklingsmiðaðan persónulegan stuðning í daglegu lífi í samræmi við viðurkenndar aðferðir og nýjustu upplýsingar hverju sinni
  • Er staðgengill forstöðumanns 
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntun og hæfniskröfur:

  • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Þekking á velferðarmálum sveitarfélaga er kostur lögum og reglugerðum sem snúa að málaflokknum
  • Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
  • Reynsla af því að vinna með börnum með fötlun er æskileg
  • Líkamleg geta til þess að sinna verkefnum á vinnustað
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum

Umsóknarfrestur er til og með 8. maí 2024.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Nína Björk Gísladóttir í síma 699-6559. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á tölvupóstfangið ninagi@gardabaer.is.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands.

Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.