Starfsmaður óskast á Miðskóga, heimili fatlaðs fólks í Garðabæ

side photo

Auglýst er eftir sumarstarfsmanni á heimili fatlaðs fólks í Garðabæ, (á Álftanesi). Um er að ræða vaktavinnu í 80-100% starfshlutfalli frá 11. maí - 31. ágúst (sveigjanlegt), möguleiki á áframhaldandi starfi næsta vetur. Starfsmaður vinnur eina helgi í mánuði. Leitað er eftir jákvæðum og traustum einstaklingi (20 ára og eldri) sem hefur áhuga á málefnum fatlaðs fólks.

Á vinnustaðnum starfa nú 13 manns í mismunandi starfshlutfalli. Í starfshópnum er lögð áhersla á jákvætt og lausnamiðað samstarf.

Um er að ræða lærdómsríkt og fjölbreytt starf þar sem unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum og að jafnaði aðra hverja helgi.

Starfað er samkvæmt lögum og reglugerðum sem tengjast málefnum fatlaðs fólks. Lögð er sérstök áhersla á hugmyndafræði um sjálfstætt líf og valdeflingu. Jafnframt eru höfð að leiðarljósi gildi Garðabæjar: Jákvæðni, fagmennska og áreiðanleiki. 

Helstu verkefni:

  • Veita íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu við athafnir daglegs lífs, innan og utan heimilis
  • Þátttaka í áætlanagerð
  • Þátttaka á starfsmannafundum

Menntun, reynsla og hæfni:

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur svo sem félagsliða- eða stuðningsfulltrúanám
  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð samskiptahæfni
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum (skilyrði)

Umsóknarfestur er til og með 5. maí 2024

Nánari upplýsingar um starfið veitir Lilja Guðmundsdóttir forstöðumaður, í síma 5654525 eða með því að senda tölvupóst á liljag@gardabaer.is 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.

Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá.