Leikskólinn Mánahvoll auglýsir eftir leiðbeinanda

side photo

Mánahvoll er ungbarnaleikskóli í Garðabæ. Við leggjum áherslu á samvinnu, traust, gleði og sköpun þar sem það endurspeglast í öllu daglegu starfi leikskólans.

Dagskipulagið byggir á þörfum barnanna og leiðum til að tryggja vellíðan þeirra. Áhugasömum gefst tækifæri til að starfa í lærdómssamfélagi þar sem sjónum er beint að faglegri þróun.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna

Menntun, hæfni og reynsla:  

  • Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Góð samskiptahæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Umsóknarfrestur er til 31. október 2023. Staðan er laus strax eða eftir samkomulag. Um framtíðarstarf er að ræða.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Sigurðardóttir leikskólastjóri í síma 621-9360 eða með því að senda tölvupóst á kristinsigu@manahvoll.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.