Starfsmenn óskast í félagslega liðveislu í Garðabæ

side photo

Garðabær auglýsir eftir jákvæðu og hressu fólki, 18 ára og eldra, til starfa með fötluðum börnum og ungmennum. Vinnutímafjöldi á mánuði er einstaklingsbundinn og vinnutími er oftast seinnipart dags og um helgar. Starfið er tilvalið með skóla og sem aukavinna.

Félagslegri liðveislu er meðal annars ætlað að rjúfa félagslega einangrun og efla og styrkja einstaklinginn til þátttöku í menningar- og félagslífi í samræmi við óskir og áhugasvið hans. Stuðla að upplifunum sem styrkja persónulegan þroska og efla félagshæfni og sjálfsmynd með fjölbreyttu starfi.

Um er að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf.

Reynsla og hæfni:

  • Jákvæðni og færni í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi aðgang að bíl

Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2024.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þóra Gunnarsdóttir í síma 512-1559, eða með því að senda tölvupóst á thoragunn@gardabaer.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.