Stuðningur við ungan mann, heima og við ýmissa afþreyingu

side photo

Velferðarsvið Garðabæjar leitar að jákvæðu og duglegu starfsfólki til að styðja ungan mann heima við og við ýmissa afþreyingu. Um er að ræða starf sem miðar að hvatningu við félagslega þátttöku, tómstundir og uppbyggilega samveru. Óskað er eftir starfsfólki í hlutastörf í vaktavinnu, á virkum dögum og um helgar, á morgun- kvöldvaktir. Unnið er aðra hvora helgi.

Verkefni og ábyrgð

  • Félagslegur stuðningur innan og utan heimilis
  • Stuðningur við virkni og velferð
  • Aðstoð við almenn heimilisstörf

Hæfniskröfur:

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi, samviskusemi og reglusemi
  • Aldursskilyrði er 20 ár
  • Hreint sakavottorð
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2024

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Friðriksdóttir forstöðumaður á velferðarsviði Garðabæjar, í síma 617-1581 á skrifstofutíma. Einnig er hægt að senda tölvupóst á ingibjorgf@gardabaer.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá.