Sumarstarfsfólk óskast í stuðning við ungan mann

side photo

Auglýst er eftir áhugasömu sumarstarfsfólki til að aðstoða ungan mann við athafnir daglegs lífs á heimili hans sem og ýmissa afþreyingu. Um skemmtilegt og fjölbreytt starf er að ræða.

Starfstími er á virkum dögum og um helgar; morgun-, kvöld-, og næturvaktir. Æskilegt að viðkomandi sé sveigjanlegur og geti unnið aukavaktir.

Möguleiki er á framtíðarstarfi í margskonar starfshlutfalli. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar og hugmyndafræði um Sjálfstætt líf.

Starfssvið:

  • Aðstoða við athafnir daglegs lífs
  • Veita félagslegan stuðning
  • Aðstoða við almenn heimilisstörf

Reynsla og hæfni:

  • Færni í samskiptum
  • Þolinmæði og virk hlustun
  • Frumkvæði í starfi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Reynsla og kunnátta í aðstoð við fatlað fólk er æskileg
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Bílpróf er skilyrði
  • Aldurstakmark 20 ára

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2024.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Sigurðsson, Forstöðumaður í síma 617-1582 milli 9-17 eða með því að senda tölvupóst á hlodversi@gardabaer.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.