Deildarstjóri óskast í leikskólann Kirkjuból

side photo

Leikskólinn Kirkjuból er þriggja deilda leikskóli, staðsettur nálægt miðbæ Garðabæjar í fallegu og fjölbreyttu umhverfi. Í leikskólanum dvelja allt að 61 barn á aldrinum 1 árs til 5 ára. Okkur er annt um rödd barnanna og vinnum markvisst með eftirfarandi þætti í daglegu starfi.

  • John Dewey
  • Barnasáttmálinni sameinuðuþjóðanna
  • Lýðræðislegt leikskólastarf
  • Sjálfstæði og valdefling
  • Vellíðan og gleði
  • Fjölgreindir Garners

Erum að uppfæra skólanámskrá leikskólans í tengslum við 40 ára afmæli leikskólans 1. nóvember 2025 og því spennandi vinna fram undan.

Einkunnarorð leikskólans eru: Virðing - Vinátta - Væntumþykja.

Í leikskólum Garðabæjar er möguleiki á að sækja um styrki í þróunarsjóð leikskóla til að styðja við nýbreytni og framþróun í starfi. Einnig er til staðar sérverkefnasjóður sem hver og einn leikskóli hefur til umráða til að styðja enn frekar við leikskólastarfið.

Heimasíða leikskólans er: www.kirkjubolid.is 

Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og leggjum áherslu á jákvætt og uppbyggilegt starfsumhverfi sem er í mótun.

Við leitum að jákvæðum, stundvísum, ábyrgum og heiðarlegum starfsmanni til að bætast við metnaðarfullan starfsmannahóp leikskólans.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur með og undir stjórn leikskólastjóra
  • Er hluti af stjórnunarteymi leikskólans
  • Ber ábyrgð á stjórnun og skipulagningu starfsins á deildinni
  • Sér um foreldrasamstarf á deildinni
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra

Menntun, hæfni og reynsla:

  • Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
  • Reynsla af starfi á leikskólastigi
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Góð samskiptahæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð tölvukunnátta

*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2025.

Nánari upplýsingar um starfið veita Ragnheiður Anna Haraldsdóttir leikskólastjóri og Berglind Ósk Þráinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 591 9360. Einnig hægt að senda tölvupóst á netfangið: kirkjubol@kirkjubolid.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.