Háskólamenntaður starfsmaður óskast til starfa í leikskólann Kirkjuból

side photo

Leikskólinn Kirkjuból er þriggja deilda leikskóli, staðsettur nálægt miðbæ Garðabæjar í fallegu og fjölbreyttu umhverfi. Í leikskólanum dvelja allt að 61 barn á aldrinum 1 árs til 5 ára. Áherslur í starfi með börnum eru vellíðan, gleði, sjálfstæði og lýðræði ásamt náttúru og umhverfi. 

Einkunnarorð leikskólans eru: Virðing - Væntumþykja - Vinátta.

Í leikskólum Garðabæjar er möguleiki á að sækja um styrki í Þróunarsjóð leikskóla til að styðja við nýbreytni og framþróun í starfi. Einnig er til staðar sérverkefnasjóður sem hver og einn leikskóli hefur til umráða til að styðja enn frekar við leikskólastarfið. Nýverið voru samþykktar spennandi tillögur um bætt starfsumhverfi leikskóla sem taka gildi í byrjun árs 2024.

Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og leggjum áherslu á jákvætt og uppbyggilegt starfsumhverfi sem er í mótun.

Við leitum að jákvæðum, stundvísum, ábyrgum og heiðarlegum starfsmanni til að bætast við metnaðarfullan starfsmannahóp leikskólans.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
 • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna

Menntun, hæfni og reynsla:

 • Leyfisbréf til kennslu, uppeldismenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
 • Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
 • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
 • Góð samskiptahæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Hlunnindi fyrir starfsmenn

 • Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
 • Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
 • Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
 • Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
 • Árshátíð er starfsmönnum að kostnaðarlausu
 • Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn

Að auki fyrir starfsmenn leikskóla:

 • Forgangur á leikskóla fyrir börn starfsmanna með lögheimili í Garðabæ og í 75% starfshlutfalli eða meira
 • 40% afsláttur á leikskólagjöldum fyrir starfsmenn með lögheimili í Garðabæ
 • 0,25 % stöðugildi vegna snemmtækrar íhlutunar inn á hverri deild
 • 0,5% stöðugildi inn á yngstu deildir leikskóla ef fjöldi barna á aldrinum 1-2 ára eru fleiri en tíu á deild
 • Hægt er að sækja um námstengda styrki til að efla faglegt leikskólastarf
 • Hægt er að sækja um í þróunarsjóð leik- og grunnskóla til að stuðla að framþróun og öflugra innra starfi í leikskólum

Umsóknarfrestur er til og með 26. júlí 2024.

Staðan er laus í haust a eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið veita Ragnheiður Anna Haraldsdóttir, leikskólastjóri og Berglind Ósk Þráinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 591 9360. Einnig hægt að senda tölvupóst á netfangið: kirkjubol@kirkjubolid.is 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.

Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá.