Leiðbeinandi á frístundaheimili í Hofsstaðaskóla

side photo

Frístundaheimilið Regnboginn í Hofsstaðaskóla þjónar um 200 börnum í 1.-4. bekk og veitir þeim og foreldrum þeirra heildstæða og faglega frítímaþjónustu í samþættu skóla- og frístundastarfi. Í boði er hlutastarf eftir hádegi. Hentar vel sem aukavinna með námi og/eða öðru starfi. Opnunartími er frá kl. 13:30 -17:00. Í frístundaheimilinu dvelja börnin eftir að skóla lýkur við leiki og ýmis verkefni.

Í Hofsstaðaskóla eru 518 nemendur í 1.-7. bekk og þar starfa um 95 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Vel er búið að nemendum og starfsmönnum og er öll aðstaða í skólanum til fyrirmyndar. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og vellíðan nemenda í fyrirrúmi í anda menntastefnu Garðabæjar. Þjónusta við nemendur er öflug. Nánari upplýsingar um skólann má finna á vefsíðunni www.hofsstadaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoða og virkja nemendur í leik og starfi á frístundaheimili
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum
  • Vinna eftir áætlun um starfsemi frístundaheimila

Reynsla og hæfni:

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Dugnaður, jákvæðni, stundvísi og ábyrgðarkennd
  • Góð íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 6. desember 2023. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veita Breki Dagsson umjónarmaður frístundaheimili brekida@hofsstadaskoli.is og Hafdís Bára Kristmundsdóttir skólastjóri, hafdis@hofsstadaskoli.is. Sími Hofsstaðaskóla er 590-8100 og netfang: hskoli@hofsstadaskoli.is 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar STAG. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.

Umsókn um starfið skal fylgja kynningarbréf og starfsferilskrá. Í kynningarbréfi skal gera grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.