Leikskólinn Hæðarból auglýsir eftir leikskólakennara

side photo

Hæðarból er þriggja deilda skóli í Garðabæ með 53 börn frá 12 mánaða til sex ára. Leikskólinn vinnur eftir kenningum bandaríska heimspekingsins og sálfræðingsins John Dewey " Learning by Doing " og uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar (e. restitution). Þar sem lögð er áhersla á jákvæð samskipti, uppbyggilega orðræðu og gagnkvæma virðingu, hægt er að lesa meira um hugmyndafræðina á; Uppbygging sjálfsaga | uppeldi til ábyrgðar

Einkunnarorð skólans eru gleði, leikur og nám sem fléttast inn í alla starfs- og kennsluhætti skólans. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, góð samskipti, umburðarlyndi, jákvæðni og sveigjanleika.

Sérstaða leikskólans er mannauðurinn. Á Hæðarbóli starfar mikið af fagfólki og reynslumiklu starfsfólki sem leggur ríka áherslu á faglegt og gott starf með börnunum. Mannauður sem hefur metnað og fær að nýta styrkleika sína og áhugasvið með börnunum. Mannauður sem kemur fram við börnin að virðingu, hlustar á þau og velur orðræðuna af kostgæfni.

Heimasíða leikskólans: https://haedarbol.is/ 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur með og undir deildarstjóra
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara

Menntun, hæfni og reynsla:  

  • Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Menntun á sviði sérkennslufræða, þroskaþjálfunar eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
  • Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum

*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu er ráðinn annar starfsmaður með menntun sem nýtist í starfa tímabundið sbr. lög nr. 95/2019.

Hlunnindi:

  • Vinnustytting fjórir tímar á viku fyrir 100% starf. Tveir tímar eru teknir út vikulega og hinum tveim er safnað saman upp í frí
  • Forgangur á leikskóla fyrir börn starfsmanna með lögheimili í Garðabæ og í 75% starfshlutfalli eða meira
  • 40% afsláttur á leikskólagjöldum fyrir starfsmenn með lögheimili í Garðabæ
  • 0,25 % stöðugildi vegna snemmtækrar íhlutunar inn á hverri deild
  • 0,5% stöðugildi inn á yngstu deildir leikskóla ef fjöldi barna á aldrinum 1-2 ára eru fleiri en tíu á deild
  • Hægt er að sækja um námstengda styrki til að efla faglegt leikskólastarf
  • Hægt er að sækja um í þróunarsjóð leik- og grunnskóla til að stuðla að framþróun og öflugra innra starfi í leikskólum

Um er að ræða 100% starf sem er laust frá 1. ágúst 2024 eða eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2024

Nánari upplýsingar veitir Jóna Rósa Stefánsdóttir, leikskólastjóri í síma 6171549 eða með því að senda tölvupóst á jonarosa@haedarbol.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og menntunargögn.