Leikskólastjóri óskast á Hæðarból í Garðabæ

side photo

Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf leikskólastjóra við leikskólann Hæðarból í Garðabæ. Í leikskólanum dvelja 53 börn á aldrinum frá 1 árs til 5 ára. Leikskólinn er þriggja deilda og vinnur samkvæmt áherslum Uppeldis til ábyrgðar ( e: restitution) þar sem lögð er áhersla á jákvæð samskipti, uppbyggilega orðræðu og ábyrgð einstaklingsins á eigin hegðun. Leikskólinn hefur verið framsækinn í vinnslu fjölbreyttra þróunarverkefna. Einkunnarorð leikskólans eru leikur, gleði, nám.

Leitað er að leikskólastjóra til að leiða skólastarfið í samvinnu við starfsfólk, foreldra og börn. Leikskólastjóri tekur einnig þátt í að móta skólasamfélag Garðabæjar með uppbyggilegum og framsýnum hætti í samvinnu við fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar.

Helstu verkefni:

  • Að vera faglegur leiðtogi
  • Að bera faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfi leikskólans, stjórna daglegri starfsemi hans og hafa forgöngu um mótun og framgang stefnu leikskólans
  • Að vinna náið með starfsfólki að því að skapa frjótt námsumhverfi þar sem vellíðan er tryggð og styrkleikar hvers og eins fá notið sín

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af stjórnun og rekstri
  • Áhugi og reynsla í að leiða þróunarstarf
  • Góðir skipulagshæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi
  • Sveigjanleiki og framsýni
  • Hæfni í samskiptum

Umsókninni skal fylgja greinargóð ferilskrá um störf umsækjanda og menntun ásamt reynslu hans sem stjórnanda og þeim verkefnum sem hann hefur unnið að og lýsa færni hans til að sinna starfi leikskólastjóra. Umsækjandi þarf einnig að skila greinargerð með hugmyndum sínum um starfið og hvernig hann sér Hæðarból þróast í skólasamfélagi Garðabæjar undir sinni stjórn.

Staðan er laus frá 1. ágúst 2020.

Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2020.

Nánari upplýsingar um starfið veita Halldóra Pétursdóttir leikskólafulltrúi, netfang halldorapet@gardabaer.is eða í síma 5258500 og Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, netfang eirikurbjorn@gardabaer.is eða í síma 5258500.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda í leikskólum.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir að sækja um rafrænt á ráðningavef Garðabæjar www.gardabaer.is.