Garðaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 70-80% stöðu

side photo

Garðaskóli í Garðabæ er unglingaskóli þar sem rúmlega 600 nemendur stunda nám í 8.-10. bekk. Í skólanum vinnur allt starfsfólk saman að því að byggja upp skólastarf og góðan skólabrag með áherslu á einkunnarorð skólans; frelsi, ábyrgð, vellíðan og árangur. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni: www.gardaskoli.is.

Starfssvið:
Stuðningsfulltrúi í Garðaskóla vinnur með nemendum í kennslustundum, frímínútum og tómstundastarfi. Hann fylgist með hegðun, hlustar á og aðstoðar nemendur, leiðbeinir þeim í samskiptum og námi. Stuðningsfulltrúar vinna undir stjórn deildarstjóra námsvers og í nánu samráði við kennara, stjórnendur, starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Garðalundar og fleira starfsfólk. Við leitum að hressum aðila sem er tilbúinn að setja sig inn í unglingasamfélagið og taka þátt í að efla það innan frá.

Menntun reynsla og hæfni:

  • Gott vald á íslensku er skilyrði
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og lausnamiðað viðhorf
  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af starfi með börnum og/eða unglingum er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst 2022. Ráðning er frá 22. ágúst eða eftir nánari samkomulagi.

Um tímabundið starf er að ræða og starfshlutfallið er 70-80%. Ráðning gildir út skólaárið 2022-2023.

Nánari upplýsingar um starfið veita Jóhann Skagfjörð Magnússon skólastjóri í síma 820 8592 og á netfangi johannmagn@gardaskoli.is og Ásta Huld Henrýsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 899 8128 og á netfangi astahuld@gardaskoli.is.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér að neðan.

Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.