Garðaskóli auglýsir eftir skólaliða í starf á kaffistofu starfsmanna

side photo

Garðaskóli í Garðabæ er unglingaskóli þar sem rúmlega 600 nemendur stunda nám í 8.-10. bekk. Í skólanum vinnur allt starfsfólk saman að því að byggja upp skólastarf og góðan skólabrag með áherslu á einkunnarorð skólans; frelsi, ábyrgð, vellíðan og árangur. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni: www.gardaskoli.is.

Starfssvið:

Skólaliðar í Garðaskóla vinna fjölbreytt störf undir verkstjórn húsvarðar og skólastjóra. Það starf sem hér um ræðir felst í umsjón með kaffistofu starfsmanna auk almennra þrifa í skólanum. Dagleg verkefni eru m.a. að hella upp á kaffi, bera fram morgunkaffi og hádegisverð, sjá um allan frágang og þrif á kaffistofu starfsmanna og þrífa ákveðin svæði í húsnæðinu. Samskipti við starfsmenn eru mikil og þó nokkur við nemendur á göngum skólans. Önnur tilfallandi verkefni ráðast af áhuga og getu starfsmannsins og þeim verkefnum sem eru á döfinni í skólastarfinu. Áhersla er lögð á að skólaliðar séu í góðu samstarfi við aðra starfsmenn, nemendur og foreldra. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í að halda uppi jákvæðum samskiptum, umhyggju og lausnamiðuðu viðhorfi sem einkennir skólabrag Garðaskóla.

Reynsla og hæfni:

  • Reynsla og áhugi á þjónustu og framreiðslu matar
  • Reynsla og áhugi á vinnu með öðru fólki
  • Reynsla af þrifum og eftirliti með húsnæði
  • Þekking á umhverfisvænum þrifum og flokkun er æskileg
  • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Jákvæðni og ábyrgðarkennd
  • Vandvirkni og drifkraftur

Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst 2022. Um er að ræða framtíðarstarf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Skagfjörð Magnússon skólastjóri í síma 820 8592 og á netfanginu johannmagn@gardaskoli.is.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Garðabæjar. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.