Húsvörður í Garðaskóla

side photo

Garðaskóli í Garðabæ er unglingaskóli þar sem um 520 nemendur stunda nám í 8.-10. bekk. Gildi skólans eru frelsi, ábyrgð, vellíðan og árangur. Í skólanum er lögð áhersla á að starfsfólk sérhæfi sig í vinnu með unglingum og kennslu faggreina. Skólabragur markast af hugmyndafræðinni Uppbygging sjálfsaga og nánu samstarfi við félagsmiðstöðina Garðalund og ýmsa aðila í nærsamfélaginu. Innan skólans er áhersla lögð á lýðræðisleg vinnubrögð og taka nemendur, forráðamenn og starfsfólk virkan þátt í að móta starfið og framtíðarsýn. Skólinn er staðsettur miðsvæðis í Garðabæ í stóru húsnæði sem þarf mikla umhyggju. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni: www.gardaskoli.is.

 

Starfssvið:

Húsvörður hefur umsjón og eftirlit með húsnæði, lóð og tækjum skólans og öðrum eignum hans. Hann er mikilvægur þátttakandi í því uppeldisstarfi sem fer fram innan skólans og ber mikla ábyrgð á að byggja upp góðan anda í hópi almennra starfsmanna skólans. Hann hefur umsjón og eftir atvikum eftirlit með öllu viðhaldi og allri ræstingu í skólanum. Húsvörður sér um daglegt viðhald á húsnæði, lóð og tækjum og á samstarf við eignasvið bæjarins um stærri verkefni. Húsvörður sér til þess að öryggis sé gætt sem tryggi nemendum og starfsfólki góðar aðstæður til skólahalds í skólabyggingu og á skólalóð. Húsvörður annast einnig viðhald á tveimur leikskólum í samstarfi við viðkomandi leikskólastjóra.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Iðnmenntun skilyrði
 • Reynsla af umsýslu fasteigna æskileg
 • Reynsla af verkstjórn æskileg
 • Reynsla af störfum með unglingum æskileg
 • Almenn tölvukunnáttu og geta tileinkað sér tækninýjungar
 • Mikil þjónustulund og lausnamiðað viðhorf
 • Frumkvæði, sjálfstæði, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Líkamleg færni til að sinna þeim verkefnum sem honum eru falin
 • Hæfni til að vinna undir álagi
 • Góð íslenskukunnátta
 • Almenn ökuréttindi og bíll til afnota í starfinu

 

Um 100% starfshlutfall og framtíðarstarf er að ræða.

Umsóknarfrestur er til og með 29. maí 2020. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, í síðasta lagi 1. ágúst 2020.

Nánari upplýsingar um starfið veita Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri í síma 820 8592 og á netfangi brynhildur@gardaskoli.is og Jóhann Skagfjörð Magnússon starfandi aðstoðarskólastjóri í síma 694 3213 og á netfangi johannmagn@gardaskoli.is.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tilliti til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.