Flataskóli auglýsir eftir umsjónarkennara í 6.bekkjar teymi

side photo

Í Flataskóla er laust til umsóknar starf umsjónarkennara í 6.bekk út skólaárið 2024 - 2025

Í Flataskóla er mikill faglegur metnaður og áhersla lögð á notalegt andrúmsloft, umhyggju og góðan árangur. Í skólanum eru persónuleg samskipti milli nemenda, starfsfólks og foreldra. Samvinna er mikil og góð á milli allra þeirra sem starfa í skólanum. Í skólanum ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi.

Í skólanum starfa um 300 nemendur í 1. - 7. bekk og um 50 starfsmenn. Staðan sem um ræðir er umsjónarkennsla í 6. bekk en þangað vantar þriðja kennarann til að leysa af vegna fæðingarorlofs. Lögð er áhersla á fámenna nemendahópa og gott samstarf milli starfsfólks. Flataskóli er Réttindaskóli Unicef og leggur áherslu á leiðsagnarnám.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Sinnir kennslu og hefur umsjón með nemendum
  • Skipuleggur nám og kennslu nemenda
  • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa aðstæður sem eru hvetjandi til náms og þroska
  • Vinnur að skólaþróun með stjórnendum og samstarfsmönnum, m.a. innleiðingu á námsmenningu leiðsagnarnáms
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við fagfólk skólans og forráðamenn
  • Þátttaka í teymisvinnu

Hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði grunnskóla
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla
  • Lipurð, þolinmæði og færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, stundvísi og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á skólaþróun
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Góð færni í upplýsingatækni

Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2024. Upphafsdagur ráðningar er samkomulagsatriði en í síðasta lagi frá 1.janúar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir H. Hanna Friðriksdóttir, skólastjóri með tölvupósti á netfangið heidveigf@flataskoli.is. Sími Flataskóla er 5133500.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.