Umsjónarmaður frístundaheimilis Flataskóla

side photo

Flataskóli auglýsir laust starf umsjónarmanns frístundaheimilisins Krakkakots. Um er að ræða fullt starf frá og með 1. ágúst nk.

Í Krakkakoti fer fram frístundastarf fyrir nemendur í 1.-4. bekk að lokinni kennslu dag hvern og þar dvelja liðlega 80 börn alla daga vikunnar í lengdri viðveru. Leitað er að kraftmiklum, hugmyndaríkum og sveigjanlegum starfsmanni sem er tilbúinn takast á við fjölbreytt og skemmtilegt verkefni við að leiða starfið í frístundaheimilinu Krakkakoti. Krakkakot mun næsta vetur verða á nýjum stað í húsnæði okkar í Flataskóla og því hefur nýr umsjónarmaður ríkulegt tækifæri til að byggja upp öflugt starf í hlýlegu umhverfi.

Flataskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ sem hefur í meira en 60 ár annast kennslu barna á aldrinum 4-12 ára. Í skólanum starfa um 300 nemendur og um 60 starfsmenn.

Flataskóli er réttindaskóli Unicef og þar er ýtt undir seiglu, sjálfstæði, skapandi hugsun, sjálfstjórn og samkennd nemenda og starfsfólks. Námið í skólanum er áhugavert, gerðar eru skýrar væntingar til nemenda og öllum gert kleift að vaxa. Þar er unnið af miklum metnaði og áhersla lögð á leiðsagnarnám, kærleiksrík samskipti, og góðan árangur. Í skólanum eru persónuleg samskipti milli nemenda, starfsfólks og foreldra. Samvinna er mikil og góð á milli allra þeirra sem starfa í skólasamfélaginu. Í skólanum ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.flataskoli.is
Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipulagning og umsjón með faglegu starfi og daglegum rekstri frístundaheimilisins.
  • Samskipti og samstarf við skólann, félög og aðra þá sem bjóða upp á frístundastarf fyrir börn.
  • Verkstjórn og umsjón með starfsfólki frístundaheimilisins.
  • Samstarf og samskipti við foreldra og starfsfólk skólans.
  • Upplýsinga- og kynningarstarf.
  • Vinna með grunnskólanum að réttindaskólaverkefni Unicef.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem tengist starfinu, t.d. í tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg menntun.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, jákvæðni, frumkvæði og framtakssemi.
  • Reynsla af starfi með börnum.
  • Almenn tölvukunnátta auk skipulags- og stjórnunarhæfileika.
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum

Hlunnindi

  • Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
  • Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2024

Nánari upplýsingar um starfið veitir Heiðveig Hanna Friðriksdóttir skólastjóri í síma 5133500 og í netfangi heidveigf@flataskoli.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.