Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra í 100% starf frá og með 17. ágúst 2025. Verksvið hans skiptist í 40% stjórnun og 60% vinnu með börnunum.
Leikskólinn er staðsettur í fallegu grónu hverfi, hann er fjögurra deilda með rými fyrir 86 börn. Bæjarból er heilsuleikskóli með áherslu á hreyfingu, sköpun og útiveru.
Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði - Agi - Lífsleikni.
Heimasíða skólans er www.baejarbol.is.
Leitað er að jákvæðum einstaklingi sem er framsýnn í skólamálum, sýnir frumkvæði og býr yfir hæfni í samskiptum.
Starfsfólk í skólum Garðabæjar hefur möguleika á að sækja um styrki í þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi. Einnig er til staðar sérverkefnasjóður sem styður enn frekar við skólastarfið.
Starf aðstoðarleikskólastjóra er frábært tækifæri fyrir áhugasama, þar gefst einstakt tækifæri til að taka þátt í þróun leikskólastarfs og hafa áhrif í sterku stjórnendateymi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans
- Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans
- Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins
- Sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum
Menntun, hæfni og reynsla:
- Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 60 námseiningar í uppeldis- og kennslufræðigreinum
- Sérhæfð hæfni sem snýr að skólaþróun, stjórnun, rekstri og stjórnsýslu
- Reynsla af starfi á leikskólastigi
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða reynsla að stjórnun æskileg
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Miðað er við stig C1 skv. evrópska tungumálarammanum
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð tölvukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2025
Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Dan Þorgeirsdóttir, leikskólastjóri, í gegnum netfangið baejarbol@baejarbol.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag stjórnenda í leikskólum.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.