Verkefnastjóri skólaþjónustu grunnskóla

side photo

Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra skólaþjónustu grunnskóla í Garðabæ. Leitað er að framsæknum einstaklingi með skýra sýn. Viðkomandi þarf að hafa metnað fyrir menntun og uppeldi barna og brenna fyrir velferð þeirra í góðu samstarfi við starfsfólk og foreldra. Í Garðabæ eru starfandi 8 grunnskólar, 17 leikskólar og einn tónlistarskóli. Skólar í Garðabæ mynda samstæða heild sem stuðlar að því að jafnræði sé í menntun barna og ungmenna. Skólaþjónusta Garðabæjar er sameiginleg fyrir leik- og grunnskóla.

Verkefnastjóri skólaþjónustu grunnskóla mótar og þróar ferla skólaþjónustu á grundvelli þrepskipst stuðnings í samstarfi við starfsfólks fræðslu- og frístundasviðasviðs og skóla. Viðkomandi tekur þátt í stefnumótun í skólaþjónustu í takt við Menntastefnu Garðabæjar og gildandi lög/reglugerðir.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Leiðir skólaþjónustuteymi leik- og grunnskóla ásamt sérkennslufulltrúa á grundvelli þrepskipts stuðnings
  • Stuðlar að samþættingu skólaþjónustu
  • Heldur utan um mótun verkferla og þróun skólaþjónustu
  • Almenn fræðsla og upplýsingagjöf
  • Stuðningur við forráðamenn, börn og starfsfólk með ráðgjöf og fræðslu
  • Gerð kennslu-, þjálfunar- og meðferðaáætlana í samstarfi við skóla
  • Fylgir eftir verkferlum farsældar innan grunnskóla
  • Umsjón, þátttaka og/eða ráðgjöf vegna þróunar- og frumkvöðlaverkefna

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf á sviði kennslu-, og uppeldis
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og/eða reynsla á sviði skólaþjónustu
  • Þekking og/eða reynsla á sviði kennslu
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Enskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Þekking og/eða reynsla á sviði stjórnunar er kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Sjálfstæði, frumkvæði og vilji til þátttöku í þverfaglegu samstarfi
  • Lausnarmiðuð hugsun

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2025.

Nánari upplýsingar um starfið veita Edda Björg Sigurðardóttir grunnskólafulltrúi (eddabsig@gardabaer.is) og Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs (linda@gardabaer.is).

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsókn skal fylgja starfsferliskrá og kynningarbréf ásamt greinargóðum upplýsingum um störf umsækjanda, menntun og reynslu sem varpað getur ljósi á færni hans til að sinna umræddu starfi.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.