Velferðarsvið Garðabæjar óskar eftir að ráða félagsráðgjafa í barnavernd

side photo

Velferðarsvið Garðabæjar sinnir allri félagslegri þjónustu í sveitarfélaginu, sem telur um 20.000 íbúa og fer ört stækkandi. Á sviðinu er lögð áhersla á að þjónustan einkennist af fagmennsku, áreiðanleika og jákvæðni. Félagsráðgjafi í barnavernd vinnur að verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar á meðferð barnaverndarmála og í þverfaglegum teymum. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinna við könnun og meðferð mála samkvæmt barnaverndarlögum
 • Viðtöl, ráðgjöf og stuðningur við börn og fjölskyldur
 • Skráning upplýsinga og gerð umsókna
 • Móttaka barnaverndartilkynninga og skráning
 • Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu mála
 • Teymisfundir og aðrir fundir sem tengjast starfinu
 • Þátttaka í stefnumótun, mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðun á reglum í málaflokknum

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsréttindi sem félagsráðgjafi (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Viðbótarmenntun á sviði barnaverndar, uppeldisráðgjafar eða fjölskyldumeðferðar er kostur
 • Þekking og reynsla af starfi í barnavernd er kostur
 • Geta til að vinna undir álagi í krefjandi starfsumhverfi
 • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Lausnarmiðað viðhorf og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
 • Enskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum

Allir sem ráðnir eru til starfa við barnavernd þurfa að veita heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.

Umsóknafrestur er til og með 24. júní 2024. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst 2024.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Eygló Karlsdóttir, deildarstjóri barnaverndar, netfang: annaeyglo@gardabaer.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Sækja um og opna vefform. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.