Verkefnastjóri í upplýsinga- og tæknimálum skóla

side photo

Garðabær auglýsir nýtt starf verkefnisstjóra upplýsinga- og tæknimála skóla á fræðslu- og menningarsviði.

Hlutverk verkefnastjóra er að sinna miðlægri verkefnastjórnun og þróun fyrir upplýsinga- og tæknimál í skólum, með áherslu á stefnumótun í málaflokknum. Starfið hefur snertifleti við starfsmenn Garðabæjar, foreldra og aðra hagaðila.

Nýtt skipulag Garðabæjar leggur sérstaka áherslu á framúrskarandi þjónustu og stafræna þróun, sem styður við enn betri skólaþróun og tækifæri til nýsköpunar.

Leitað er að verkefnastjóra sem býr yfir leiðtoga- og samskiptahæfni. Hann þarf að vera umbótadrifinn og hafa brennandi áhuga á upplýsinga- og tæknimálum í skólastarfi. Hlutverk verkefnastjóra er að leiða og þróa upplýsinga og tæknimál í skólum og innleiða nýtt verklag.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Heldur utan um þarfagreiningu, kaup og innleiðingu á hugbúnaði og kennsluforritum í samstarfi við hlutaðeigandi aðila
 • Heldur utan um áhættumat á hugbúnaði og kennsluforritum sem verið að nota í skólastarfi
 • Þróar, innleiðir og fylgir eftir verkefnum á sviði upplýsinga- og tæknimála í skólum
 • Sinnir ráðgjöf í notkun á kennsluhugbúnaði og stuðningi við starfsfólk skóla
 • Ráðgjöf og utanumhald með námsáætlunum um notkun upplýsingatækni í skólastarfi
 • Heldur utan og þróar miðlæga verkfærakistu og leiðbeiningar sem nota má við kennslu
 • Fylgist með og aflar sér þekkingar á sviði upplýsinga- og tæknimála í skólastarfi
 • Kemur að þarfagreiningu og kostnaðarmati vegna innkaupa á tækjum og hugbúnaði
 • Kemur að mótun verkferla og stefnu í upplýsinga- og tæknimálum
 • Ber ábyrgð á að leiða gott samstarf við hagaðila

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Þekking á upplýsinga og tæknimálum í skólum skilyrði
 • Þekking á sviði kennslufræði skilyrði
 • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
 • Enskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
 • Reynsla á sviði verkefnastjórnunar er kostur
 • Þekking á lögum um persónuvernd er kostur
 • Mjög góðir samskiptahæfileikar og ríka þjónustulund

Umsóknarfrestur er til og með 17. júní 2024. Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2024.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Linda Udengard, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, s. 525 8500, linda@gardabaer.is.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.