Álftanesskóli auglýsir eftir starfsmanni í frístund. Frístundastarf fer fram frá kl. 13.15 eftir að skóla lýkur og til kl. 16.30. Um er að ræða hlutastarf sem hentar mjög vel sem aukavinna með námi.
Í Álftanesskóla er unnið af miklum metnaði og áhersla lögð á notalegt andrúmsloft, umhyggju og góðan árangur. Í skólanum eru persónuleg samskipti milli nemenda, starfsfólks og foreldra. Samvinna er mikil og góð á milli allra þeirra sem starfa í skólasamfélaginu. Í skólanum ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.alftanesskoli.is.
Viðkomandi þarf að vera tilbúin að starfa að sveigjanlegu tómstundastarfi í teymisvinnu samkvæmt skólastefnu Álftanesskóla.
Helstu verkefni:
- Taka þátt í skipulagningu og framkvæmd á faglegu frístundastarfi
- Stýra hópum í frístundastarfi og leiðbeina börnum í leik og starfi
- Samráð og samvinna við börn og starfsfólk
- Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundaheimilisins
Menntun, reynsla og hæfni:
- Uppeldismenntun sem nýtist í starfinu er kostur
- Reynsla af starfi með börnum er æskileg
- Reynsla af nemendum með sérþarfir æskileg
- Ánægja af starfi með börnum
- Dugnaður, jákvæðni, stundvísi og ábyrgðarkennd
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2024. Gott ef viðkomandi getur hafið störf strax.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Skúladóttir skólastjóri, annaskula@alftanesskoli.is s. 8652959 og/eða Anna Karen Elvarsdóttir umsjónarmaður frístundar annaelva@alftanesskoli.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar, STAG.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan