Álftanesskóli óskar eftir umsjónarmanni frístundaheimilis - Álftamýri

side photo

Álftanesskóli er heildstæður grunnskóli. Í skólanum eru tæplega 400 nemendur og 75 starfsmenn. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd. Í Álftanesskóla er áhersla lögð á að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína - allir eru einstakir. Álftanesskóli starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga.

Í frístundaheimlinu fer fram frístundastarf fyrir nemendur í 1. - 4. bekk Álftanesskóla að lokinni kennslu. Að jafnaði dvelja tæplega 100 börn daglega. Á Álftanesi er góð samvinna milli frístundaheimilis, skóla, tónlistarskóla og íþróttafélaga. Í Álftanesskóla vinna allir starfsmenn saman samkvæmt stefnu skólans, einkunnarorðum hans og leiðarljósum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipulagning og umsjón með faglegu starfi og daglegum rekstri fstundar
  • Samskipti og samstarf við skólann, félög og aðra þá sem bjóða upp á frístundastarf fyrir börn
  • Samstarf og samskipti við foreldra og starfsfólk skólans
  • Upplýsinga- og kynningarstarf
  • Umsjón með starfsmönnum frístundaheimilisins

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem tengist starfinu, t.d. í tómstundafræðum, leik- eða grunnskólakennslu eða sambærileg menntun
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, frumkvæði og framtakssemi
  • Ánægja af því að starfa með rnum
  • Almenn tölvukunnátta auk skipulags- og stjórnunarhæfileika

Um 100% starfshlutfall er að ræða og er starfið laust frá 1.ágúst 2024.

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2024
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Skúladóttir skólastjóri, annaskula@alftanesskoli.is og í síma 5404700/8652959 eða Drífa Sigurjónsdóttir aðstoðarskólastjóri drifasi@alftanesskoli.is og í síma 5404700/8976755.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.