Stuðningsfulltrúi óskast í Álftanesskóla

side photo

Álftanesskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 50%- 100% starf. Hluti af 100% vinnutíma er í frístundaheimilinu Álftamýri. Einnig er óskað eftir stuðningsfulltrúa í hlutastarf í frístundaheimilinu. Stuðningsfulltrúar vinna með nemendum í nánu samstarfi við kennara, þroskaþjálfa og annað fagfólk.

Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum eru 410 nemendur. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd. Álftanesskóli starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga.

Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og vellíðan nemenda í fyrirrúmi í anda menntastefnu Garðabæjar. Þjónusta við nemendur er öflug. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.alftanesskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
  • Vinna eftir áætlun sem kennari hefur útbúið
  • Aðstoða nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu

Reynsla og hæfni:

  • Uppeldismenntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Dugnaður, jákvæðni, stundvísi og ábyrgðarkennd
  • Reynsla af nemendum með sérþarfir æskileg
  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Góð íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 13.desember 2023. Gott ef viðkomandi gæti byrjað sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veita Anna María Skúladóttir skólastjóri, annaskula@alftanesskoli.is s. 8652959 eða Drífa Sigurjónsdóttir aðstoðarskólastjóri drifasi@alftanesskoli.is s. 8976755. Símanúmer Álftanesskóla er 5404700.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.