Verkstjóri vélaverkstæðis óskast í þjónustumiðstöð Garðabæjar

side photo

Garðabær óskar eftir að ráða verkstjóra á vélaverkstæði þjónustumiðstöðvar (áhaldahúss) Garðabæjar. Í Þjónustumiðstöð Garðabæjar eru 4 deildir með um 20 starfsmönnum sem allar hafa það að markmiði að hafa Garðabæ snyrtilegan.

Starfsvið:

  • Sjá um daglegan rekstur áverkstæði og innkaup
  • Sjá um viðhald og lagfæringar álum og tækjum
  • Sjá um skráningu á lagfæringum á bílum og km. stöðu þeirra
  • Vera í samskiptum við vélamenn og aðra sem stjórna tækjum bæjarins
  • Önnur tilfallandi störf hjá þjónustumiðstöð Garðabæjar

Menntun og hæfni:

  • nmenntun sem nýtist í starfi
  • Góða reynslu í verkefnastjórnun
  • Almenn tölvukunnátta
  • Suðuréttindi
  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð
  • Frumkvæði, drifkraftur og snyrtimennska
  • Jákvæðni og ábyrgðarkennd
  • Ríkir samskipta- og skipulagshæfileikar

Umsóknarfrestur er til og með 2. desember 2024.
nari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar í síma 5914587 eða með tölvupósti á netfangið sigurdurhaf@gardabaer.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.