Starfsmaður óskast á Ægisgrund heimili fatlaðs fólks

side photo

Auglýst er eftir helgarstarfsmanni í 30% hlutastarf á Ægisgrund heimili fatlaðs fólks. Um vaktavinnu er að ræða. Unnið að jafnaði aðra hverja helgi, morgun-, dag-, kvöld- og næturvaktir. Leitað er eftir jákvæðum og traustum einstaklingi (20 ára og eldri) sem hefur áhuga á málefnum fatlaðs fólks.

Starfssvið:

  • Starfið felst í að veita íbúum einstaklingsmiðaðan stuðning við athafnir daglegs lífs innan og utan heimilis
  • Starfað er eftir lögum og reglugerðum sem tengjast málefnum fatlaðs fólks

Menntun, reynsla og hæfni:

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur svo sem félagsliða- eða stuðningsfulltrúanám
  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
  • Frumkvæði í starfi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Samskiptahæfni
  • Bílpróf skilyrði
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma

Umsóknarfrestur er til og með 24. október.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Kristinsdóttir forstöðumaður í síma 617-1583 á skrifstofutíma eða með því að senda tölvupóst á astakr@gardabaer.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.