Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir leikskólakennara eða starfsmanni með aðra uppeldismenntun

Á Heilsuleikskólanum Holtakoti leggjum við áherslu á Heilsustefnuna, Leikur að læra, Uppeldi til ábyrgðar og Grænfánann. Leitað er að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi til að starfa.

 

Starfssvið:

  • Vinnur að uppeldi og menntun barna
  • Vinnur að faglegu starfi deildar
  • Foreldrasamvinna
  • Tekur þátt í samvinnu m.a. skipulagningu starfa, gerð skólanámskrár o.fl.

 

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Færni í samskiptum

 

Um 100% starfshlutfall er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2019.

Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 20. janúar 2019.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Skúladóttir, leikskólastjóri í símum 502340 / 8215018 eða með því að senda fyrirspurn á ragnhildursk@leikskolarnir.is.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar, án tilliti til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

Deila starfi