Leikskólinn Hæðarból auglýsir eftir leikskólakennara eða starfsmanni með aðra uppeldismenntun

Leikskólinn Hæðarból er þriggja deilda leikskóli í Garðabæ. Lýðræði og jafnrétti eru megináherslur leikskólastarfsins og unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barn og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar sínar og að átta sig á þörfum sínum. Á þessu skólaári er þróunarverkefni í gangi sem miðar að því að virkja mannauð hvers og eins kennara öllum börnum leikskólans til heilla. Heimasíða leikskólans er: www.haedarbol.is 

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starf og foreldrasamstarf undir stjórn deildarstjóra

 

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Færni í samskiptum

 

Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 28. febrúar 2019.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurborg Kristjánsdóttir, leikskólastjóri eða Ósk Fossdal aðstoðarleikskólastjóri í síma 5919300 eða með því að senda fyrirspurn á sigurborgkr@leikskolarnir.is eða oskfo@leikskolarnir.is

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

 

Deila starfi