Urriðaholtsskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 100% sérhæfðan stuðning á grunnskólastigi. Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ þar sem um 600 nemendur mun stunda nám skólaárið 2023-2024 frá leikskóla upp grunnskólastigið. Þar af um 400 nemendur í 1.- 10. bekk og vel yfir 100 einstaklingar starfa við skólann.
Teymisvinna er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga. Gildi skólans eru; virðing, ábyrgð og umhverfi. Leitað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir að starfa að sveigjanlegu skólastarfi í teymisvinnu og samkvæmt skólastefnu Urriðaholtsskóla.
Menntun, reynsla og hæfni:
- Íslenskukunnátta á stigi B2 skv. evrópska tungumálarammanum
- Uppeldismenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af starfi með börnum og/eða unglingum er kostur
- Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
- Vinna eftir áætlun sem kennari hefur útbúið
- Aðstoða nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
- Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu
Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2024. Ráðið er í starfið sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veita Þorgerður Anna Arnardóttir skólastjóri á netfangið thorgerduranna@urridaholtsskoli.is og Guðbjörg Vilhjálmsdóttir sérkennslustjóri á netfangið gudbjorgvi@urridaholtsskoli.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar. Gert er ráð fyrir að ráðning taki gildi sem fyrst.
Áhugasamir einstaklingar, án tilliti til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.
Umsókn um starfið skal fylgja kynningarbréf og starfsferilskrá. Í kynningarbréfi skal gera grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.