Sumarstarfsmaður óskast á skammtímadvölina Móaflöt í Garðabæ

side photo

Garðabær óskar eftir að ráða starfsmann í um 50% starf í vaktavinnu á skammtímadvöl fyrir börn og ungmenni með fötlun. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið er á kvöld-, nætur- og helgarvöktum aðra hverja helgi.
Um er að ræða virkilega fjölbreytt og skemmtilegt starf.

Helstu verkefni

  • Leikur og starf með börnunum
  • Aðstoð við athafnir daglegs lífs
  • Þátttaka í faglegu starfi
  • Samskipti við foreldra og aðstandendur

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Reynsla af starfi með einstaklingum með fötlun æskileg
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2025.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Nína Björk Gísladóttir forstöðumaður, netfang ninagi@gardabaer.is eða í síma 617-1585.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsamannafélag Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.