Yfirþroskaþjálfi óskast á skammtímavistun

side photo

Garðabær óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í starf yfirþroskaþjálfa á skammtímavistunina við Móaflöt 24 í Garðabæ.Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf með fötluðum börnum og ungmennum.


Starfshlutfall samkomulag og um er að ræða vaktarvinnu.

 

Helstu verkefni:

  • Verkstjórn, gerð þjónustuáætlana, eftirfylgd þeirra, umsjón ýmissa verkefna og samræming faglegs starfs
  • Tekur þátt í samstarfi við tengdar stofnanir og aðstandendur í samráði við forstöðumann
  • Samskipti við foreldra og aðstandendur Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Leiðsögn og ráðgjöf til starfsmanna
  • Er staðgengill forstöðumanns

 

Menntun og hæfniskröfur:

  • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Hreint sakavottorð
  • Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf

 

Umsóknarfrestur er til og með 27.ágúst 2019.


Nánari upplýsingar um starfið veitir: Sóley Guðmundsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 5659414 eða 6953723. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið soleyg@gardabaer.is 

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.