Stuðningur við ungan mann við nám

side photo

Auglýst er eftir hressu og áhugasömu starfsfólki til að aðstoða ungan mann við nám sitt í Háskóla Íslands. Aðstoðin felur í sér stuðning við verkefnavinnu, hópavinnu, lesefni og félagslegan stuðning.

Óskað er eftir starfsfólki í dagvinnu, um er að ræða 12-15 tíma á viku. Aðstoðin fer fram í Háskóla Íslands.

 

Starfssvið:

  • Aðstoð við nám
  • Veita félagslegan stuðning

 

Reynsla og hæfni:

  • Færni í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta er skilyrði

 

Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 31. ágúst 2019

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Pála Marie Einarsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi í síma 525-8559 eða með því að senda tölvupóst á palaei@gardabaer.is.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá.