Leikskólinn Krakkakot auglýsir eftir sérkennslustjóra í 100% starf

side photo

Framtíðarsýn okkar á Krakkakoti er að þróa faglegt samstarf innan sérkennslunnar þar sem unnið er í teymisvinnu að stuðningi og kennslu barna með sérþarfir.

Í Garðabæ geta starfsmenn sótt um styrk í þróunarsjóð og er markmið hans að stuðla að framþróun og öflugu innra starfi í leikskólum Garðabæjar.

Krakkakot er sex deilda leikskóli og er hann staðsettur á Álftanesi/Garðabæ. Uppeldis og agastefna skólans er "Uppeldi til ábyrgðar" og miðar hún að því að kenna börnum sjálfstjórn og sjálfsaga og að ýta undir sjálfstraust. Uppeldi til ábyrgðar leggur áherslu á jákvæð samskipti, ábyrgð og virðingu. Helsta náms og þroskaleið barna er hinn frjálsi og sjálfssprottni leikur barna og er leiknum gefið mikið rými í dagskipulagi skólans. Skólinn er hlýlegur og er lögð mikil áhersla á heimilislegt umhverfi og kærleiksrík samskipti sem einkennast af virðingu fyrir börnum, starfsfólki og foreldrum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur með og undir stjórn leikskólastjóra
  • Sérkennslustjóri starfar eftir starfslýsingu sérkennslustjóra, ásamt því að starfa samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga aðalnámskrá leikskóla og Skólastefnu Garðabæjar

Menntun, hæfni og reynsla:  

  • Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum er kostur
  • Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg
  • Reynsla af að stuðningi inn á deild er góður kostur
  • Færni í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum

*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr.95/2019

Hlunnindi

  • Full vinnustytting eða 4 klst. á viku. Hluta styttingar er safnað í vetrafrí, páska- og jólafrí
  • Leikskólinn er lokaður í dymbilviku og 2. janúar vegna styttingar starfsfólks
  • Opnunartími leikskólans er 7:30-16.30 mánud-fimmtud og 7:30-16:00 á föstudögum
  • Fimm skipulagsdagar á ári
  • Starfsmannaafsláttur er af leikskólagjöldum og forgangur inn í leikskóla fyrir börn starfsmanna
  • Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið árskort í sundlaugar bæjarins, menningarkort í Hönnunarsafnið og bókasafnskort og eftir sex mánuði í starfi getur starfsfólk fengið heilsuræktarstyrk

Umsóknarfrestur er til og með 18. september 2024. Um er að ræða 100 % stöðu sem er laus eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Gunnlaugsdóttir (Agga) leikskólastjóri í síma 5152330 eða með því að senda tölvupóst á ragnhildurg@krakkakot.is.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.