Starfsmaður óskast í Jónshús - félagsmiðstöð eldri borgara í Garðabæ

side photo

Starfsmaður óskast til starfa í kaffiteriu við félagsmiðstöð fyrir eldri borgara í Garðabæ, Jónshúsi. Um er að ræða hlutastarf í dagvinnu í hlýlegu og gefandi umhverfi. Vinnutími samkomulag.

 

Reynsla og hæfni:

  • Lögð er áhersla á jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af starfi í eldhúsi eða mötuneyti kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Ábyrgðarkennd og skipulögð vinnubrögð

 

Starfssvið:

  • Afgreiðsla í kaffiteríu
  • Umsjón með kaffiveitingum
  • Frágangur í eldhúsi og sal
  • Taka þátt í að skapa hlýlegt og nærandi umhverfi
  • Ýmis önnur verkefni sem til falla hverju sinni


Umsóknarfrestur er til með 31.ágúst 2019.
 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Rós Pétursdóttir umsjónarmaður félags- og íþróttastarfs eldri borgara í síma 617 1501. Einnig er hægt að senda fyrirspurn í netfangið berglindpe@gardabaer.is 

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is