Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir einstaklingum í 50-100% stöðu til að sinna stuðningi við börn með sérþarfir í samvinnu við sérkennslustjóra og deildarstjóra.
Við í Holtakoti leggjum áherslu á faglegt samstarf innan sérkennslunnar þar sem unnið er í teymisvinnu að stuðningi og kennslu barna með sérþarfir.
Holtakot er 4 deilda leikskóli og er hann staðsettur á Álftanesi/Garðabæ. Uppeldis og agastefna skólans er "Uppeldi til ábyrgðar". Við erum Heilsuleikskóli og leggjum mikið upp úr hreyfingu, listsköpun og hollu matarræði. Auk þess erum við "leikur að læra" skóli þar sem börn læra stafi, tölur og form í gegnum leikinn. Skólinn er hlýlegur og er lögð mikil áhersla á heimilislegt umhverfi og samskipti sem einkennast af virðingu fyrir börnum, starfsfólki og foreldrum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Að sinna barni með sérþarfir
- Að sjá um að einstaklingsnámskrá sé framfylgt
- Að starfa í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn, deildarstjóra, sérkennslustjóra, aðra starfsmenn og fagaðila
Menntun, hæfni og reynsla:
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Menntun á sviði sérkennslufræða, sálarfræði, þroskaþjálfunar eða önnur sambærileg menntun er æskileg.
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
- Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæð og sjálfstæð vinnubrögðum
*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa.
Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 12. október 2023. Störfin sem um ræðir eru á deild með 4 - 5 ára barna þar þarf 2 stöður í 50% og eina stöðu í 100% á yngstu deildinni, best væri ef umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Skúladóttir leikskólastjóri í síma 5502380 eða með því að senda tölvupóst á ragnhildursk@holtakot.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.