Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir deildastjóra

side photo

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir deildastjóra í 100% starfshlutfall.

Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir "Uppeldi til ábyrgðar". Auk þess að vinnum við út frá Leikur að læra þar sem áherslan er á bóklegt nám í gengum leik.

Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf.

Stefna leikskólans í starfsmannahaldi er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum. Heimasíða leikskólans http://www.holtakot.is/

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinnur með og undir stjórn leikskólastjóra
 • Er hluti af stjórnunarteymi leikskólans
 • Ber ábyrgð á stjórnun og skipulagningu starfsins á deildinni
 • Sér um foreldrasamstarf á deildinni
 • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra

 Menntun, hæfni og reynsla:  

 • Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
 • Reynsla af starfi á leikskólastigi
 • Góð íslenskukunnátta og ritfærni er skilyrði
 • Góð samskiptahæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð tölvukunnátta

*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.


Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 31. ágúst 2022. Um er að ræða 100% starfshlutfall og er staðan laus frá 1.ágúst 2022 eða eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elva Dögg Krisjánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri s.5502381 elvakr@holtakot.is


Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.