Aðstoðarskólastjóri óskast í Hofsstaðaskóla

side photo

 

Hofsstaðaskóli auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra í fullt starf frá og með 1. nóvember 2019 eða eftir samkomulagi.

 

Hofsstaðaskóli er grunnskóli í Garðabæ. Nemendur eru 585 í 1. - 7. bekk. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til að starfa að sveigjanlegu skólastarfi samkvæmt skólastefnu Garðabæjar og áherslum Hofsstaðaskóla. Þær felast í fjölbreyttum kennslu- og námsmatsaðferðum sem koma til móts við þarfir allra nemenda.

 

Skólastarfið er m.a. byggt á hugmyndafræðinni um "Uppeldi til ábyrgðar - uppbyggingu sjálfsaga". Skapandi starf, sjálfsstyrking, vellíðan, upplýsingatækni og forritun eru áhersluþættir. Unnið er að ýmsum þróunarverkefnum s.s. leiðbeinandi kennsluháttum, vaxtarhugarfari og hæfnimiðuðu námsmati.

 

Starfssvið:

  • Starfa með skólastjóra að daglegri stjórnun skólans
  • Vera faglegur leiðtogi á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
  • Leiða samstarf starfsmanna, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild

 

Menntun, reynsla og hæfni:

  • Leyfisbréf til kennslu í grunnskóla
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla á sviði skólastjórnunar
  • Reynsla af úrlausnum nemendamála og foreldrasamskiptum
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar

 

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2019.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hafdís Bára Kristmundsdóttir, skólastjóri, hafdis@hofsstadaskoli.is eða í síma 590-8100

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.