Þroskaþjálfi í Garðaskóla

side photo

Garðaskóli í Garðabæ er unglingaskóli þar sem um 520 nemendur stunda nám í 8.-10. bekk. Gildi skólans eru frelsi, ábyrgð, vellíðan og árangur. Í skólanum er lögð áhersla á að starfsfólk sérhæfi sig í vinnu með unglingum og kennslu faggreina. Skólabragur markast af hugmyndafræðinni Uppbygging sjálfsaga og nánu samstarfi við félagsmiðstöðina Garðalund. Skólinn er í rótgrónu samstarfi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennir framhaldsskólaáfanga sem eru metnir til eininga í FG. Innan skólans er áhersla lögð á lýðræðisleg vinnubrögð og taka nemendur, forráðamenn og starfsfólk virkan þátt í að móta starfið og framtíðarsýn. Starfsfólk Garðaskóla hefur í gegnum árin tekið þátt í fjölbreyttum skólaþróunarverkefnum og alþjóðlegu samstarfi. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni: www.gardaskoli.is.

Starfssvið:

Í Garðaskóla er mikil áhersla lögð á félagsfærniþjálfun nemenda og að nemendur fái nám við sitt hæfi. Þroskaþjálfi starfar undir verkstjórn deildarstjóra námsvers og í nánu samstarfi við kennara, stjórnendur og annað starfsfólk. Þroskaþjálfar starfa með ýmsum teymum að málefnum einstakra nemenda og afmarkaðra verkefna innan skólans. Starf þroskaþjálfa er fjölbreytt og ræðst af þörfum nemenda hverju sinni. Þroskaþjálfi vinnur að gerð einstaklingsáætlana auk kennslu og þjálfunar nemenda. Þroskaþjálfar stýra teymum í ákveðnum nemendamálum og leiðbeina stuðningsfulltrúum í daglegu starfi.


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • BA próf í þroskaþjálfafræðum
  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Reynsla af starfi í grunnskóla er æskileg
  • Fjölbreytt reynsla af vinnu með unglingum er æskileg
  • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Jákvæðni og ábyrgðarkennd
  • Lausnamiðað viðhorf
  • Frumkvæði og skipulagshæfileikar

Um afleysingastöðu er að ræða vegna fæðingarorlofs, 100% starf skólaárið 2020-2021.

Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 19. apríl 2020. Ráðning er frá 1. ágúst 2020.

Nánari upplýsingar um starfið veita Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri í síma 820 8592 og á netfangi brynhildur@gardaskoli.is og Jóhann Skagfjörð Magnússon starfandi aðstoðarskólastjóri í síma 694 3213 og á netfangi johannmagn@gardaskoli.is.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tilliti til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.