Kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni í Garðaskóla

side photo

Garðaskóli í Garðabæ er unglingaskóli þar sem um 520 nemendur stunda nám í 8.-10. bekk. Gildi skólans eru frelsi, ábyrgð, vellíðan og árangur. Í skólanum er lögð áhersla á að starfsfólk sérhæfi sig í vinnu með unglingum og kennslu faggreina. Skólabragur markast af hugmyndafræðinni Uppbygging sjálfsaga og nánu samstarfi við félagsmiðstöðina Garðalund. Skólinn er í rótgrónu samstarfi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennir framhaldsskólaáfanga sem eru metnir til eininga í FG. Innan skólans er áhersla lögð á lýðræðisleg vinnubrögð og taka nemendur, forráðamenn og starfsfólk virkan þátt í að móta starfið og framtíðarsýn. Starfsfólk Garðaskóla hefur í gegnum árin tekið þátt í fjölbreyttum skólaþróunarverkefnum og alþjóðlegu samstarfi. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni: www.gardaskoli.is.

Starfssvið:

Kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni er faglegur leiðtogi starfsmannahópsins í Garðaskóla á sviði kennslu og tölvu- og upplýsingatækni. Hann er með vinnuaðstöðu í upplýsingaveri skólans og starfar þar við hlið bókasafnskennara. Kennsluráðgjafi er til staðar í skólanum og veitir kennurum ráðgjöf og stuðning. Hann heldur utan um hönnunarsmiðju (makerspace) skólans, starfið í rýminu og ýmis tæki sem henni tengjast. Hann er tengiliður skólans við tölvudeild Garðabæjar. Hann hefur yfirumsjón með upplýsingamiðlun skólans og nýtingu á margmiðlunarefni. Næsti yfirmaður kennsluráðgjafa er skólastjóri og viðkomandi starfar náið með öllu starfsfólki og stjórnendum skólans. Auk þess vinnur hann í teymi með öðrum kennsluráðgjöfum í Garðabæ og starfsmönnum tölvudeildar bæjarins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í menntunar- og/eða tölvunarfræðum
  • Leyfisbréf til kennslu
  • Reynsla af verkefnastjórnun og/eða þátttöku í þróunarverkefnum er æskileg
  • Góð íslenskukunnátta
  • Kostur er að viðkomandi hafi fjölbreytta reynslu af vinnu með unglingum
  • Þekking og reynsla á sviði upplýsingatækni og kennslu hennar á unglingastigi
  • Hæfni til að setja sig inn í nýja tækni og leiða aðra með sér í notkun á henni
  • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar

Um 100% stöðu og framtíðarstarf er að ræða.

Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 19. apríl 2020. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, í síðasta lagi 1. ágúst 2020.

Nánari upplýsingar um starfið veita Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri í síma 820 8592 og á netfangi brynhildur@gardaskoli.is og Jóhann Skagfjörð Magnússon starfandi aðstoðarskólastjóri í síma 694 3213 og á netfangi johannmagn@gardaskoli.is.


Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tilliti til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.