Umsjónarmaður frístundaheimilis Flataskóla

side photo

Flataskóli auglýsir eftir umsjónarmanni frístundaheimilisins Krakkakots í tímabundið starf vegna forfalla.
Í Krakkakoti fer fram frístundastarf að lokinni kennslu fyrir nemendur í 1. - 4. bekk. Fjöldi barna dvelur þar alla daga vikunnar í lengdri viðveru. Leitað er að hugmyndaríkum og sveigjanlegum starfsmanni sem er tilbúinn að leggja sig fram og takast á við fjölbreytt og skemmtilegt verkefni við að leiða starfið í frístundaheimilinu Krakkakoti.

Flataskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ sem hefur í meira en 60 ár sérhæft sig í kennslu barna á aldrinum 4 - 12 ára. Í skólanum eru tæplega 500 nemendur og um 80 starfsmenn.

Í Flataskóla er unnið af miklum metnaði og áhersla lögð á notalegt andrúmsloft, umhyggju og góðan árangur. Í skólanum eru persónuleg samskipti milli nemenda, starfsfólks og foreldra. Samvinna er mikil og góð á milli allra þeirra sem starfa í skólanum. Í skólanum ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi.


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipulagning og umsjón með faglegu starfi og daglegum rekstri frístundaheimilisins
  • Samskipti og samstarf við skólann, félög og aðra þá sem bjóða upp á frístundastarf fyrir börn
  • Samstarf og samskipti við foreldra og starfsfólk skólans
  • Upplýsinga- og kynningarstarf

 

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem tengist starfinu, t.d. í tómstundafræðum eða sambærileg menntun
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, frumkvæði og framtakssemi
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Almenn tölvukunnátta auk skipulags- og stjórnunarhæfileikum
  • Góð íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2020. Um er að ræða 75% starf en möguleiki á 100% starfi með öðru starfi í skólanum. Starfið er laust frá 1. ágúst 2020.

Nánari upplýsingar um starfið veita Ólöf S Sigurðardóttir, skólastjóri í síma 6171570 eða með tölvupósti á netfangið olofs@flataskoli.is og Helga María Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 6171572 eða með tölvupósti á netfangið helgam@flataskoli.is

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.