Skólastjóri Flataskóla í Garðabæ

side photo

Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf skólastjóra Flataskóla. Skólinn er heilsueflandi grænfánaskóli með um 485 nemendur á aldrinum 4 - 12 ára.

Lögð er áhersla á öflugt og framsækið skólastarf með áherslu á samfellu í námi barna og samstarfi milli skólastiga. Flataskóli er einn af fyrstu réttindaskólum UNICEF á Íslandi og vinnur markvisst með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gildi skólans eru menntun, árangur og ánægja.

Í Garðabæ er lögð rík áhersla á sjálfstæði skóla, fjölbreytni og valfrelsi sem felst meðal annars í því að foreldrar hafa fullt frelsi um val á skóla fyrir börn sín. Leik- og grunnskólar Garðabæjar skapa sér sérstöðu í áherslum sínum til að koma sem best á móts við fjölbreyttar þarfir nemenda.

Skólastjóri tekur þátt í að móta metnaðarfullt skólasamfélag Garðabæjar með uppbyggilegum og framsýnum hætti.

 

Helstu verkefni:

 • Að vera faglegur leiðtogi
 • Að bera faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans, stjórna daglegri starfsemi og hafa forgöngu um mótun og framgang stefnu skólans
 • Að vinna náið með starfsfólki að því að skapa nútímalegt og frjótt námsumhverfi fyrir alla nemendur
 • Að leiða og hvetja starfsfólk með það að markmiði að tryggja sem best vellíðan og árangur nemenda og starfsmanna

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu
 • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af kennslu
 • Reynsla af starfsmannastjórnun og rekstri
 • Framsækni og metnaður til að leita nýrra leiða í skólastarfi
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Lipurð og færni í samskiptum
 • Áhugi og reynsla í að leiða þróunarstarf
 • Sveigjanleiki og víðsýni

Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá um störf umsækjanda, menntun, stjórnunarreynslu og verkefni sem hann hefur unnið að og geta varpað ljósi á færni hans til að sinna starfi skólastjóra. Þá skal fylgja umsókninni greinargerð um hugmyndir umsækjanda um starfið og hvernig hann sér Flataskóla þróast undir sinni stjórn.

 

Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 14. apríl 2020. Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2020.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, s. 525 8500, eirikurbjorn@gardabaer.is og Katrín Friðriksdóttir, grunn- og tónlistarskólafulltrúi, s. 525 8500, katrinf@gardabaer.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is.