Deildarstjóri óskast í leikskóladeild Flataskóla

side photo

Flataskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ sem hefur í 60 ár sérhæft sig í kennslu barna á aldrinum 6-12 ára. Síðastliðin ár hefur verið starfrækt sérstök leikskóladeild við skólann fyrir fjögurra og fimm ára gömul börn. Í Flataskóla er unnið af miklum metnaði og áhersla lögð á notalegt andrúmsloft, umhyggju og góðan árangur. Í skólanum okkar eru persónuleg samskipti milli nemenda, starfsfólks og foreldra og samfella á milli skólastiganna er áberandi í skólastarfinu. Samvinna er mikil og góð á milli allra þeirra sem starfa í skólanum.

 

Í leikskóladeildinni er lögð áhersla á að "nám er leikur". Í gegnum leikinn er fengist við lestrarnám, stærðfræði, náttúrufræði, list- og verkgreinar, vísindi, félagslega hæfni og skapandi viðfangsefni. Áhersla er lögð á markvisst útinám og hreyfingu.

Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Kennsla og skipulagning á starfi deildarinnar.
  • Samstarf og samskipti við foreldra og starfsfólk skólans.
  • Vinna að þróunarstarfi og frekari skipulagningu á kennslu 4 ára og 5 ára barnanna.

 

Hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfinu.
  • Reynsla af starfi með börnum.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og framtakssemi.
  • Skipulags og stjórnunarhæfileikar.
  • Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til þess að fylgja eftir stefnu skólans, að vinna með öðrum og búa jafnframt yfir frumkvæði og getu til að vinna sjálfstætt.

 

Um er að ræða í 100% starf. Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 31.ágúst 2019.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga María Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 6171572 eða með tölvupósti á netfangið helgam@flataskoli.is

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.