Stuðningsaðili við barn með sérþarfir óskast á leikskólann Bæjarból til afleysinga vegna fæðingarorlofs

side photo

Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir starfsmanni til að bera ábyrgð á stuðningi við barn með sérþarfir í samvinnu við deildarstjóra og sérkennslustjóra.

Í Heilsuleikskólanum Bæjarbóli er lögð áhersla á hreyfingu, hreysti og útiveru. Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði - Agi - Lífsleikni

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Að sinna barni með sérþarfir
  • Að sjá um að einstaklingsnámskrá sé framfylgt
  • Að starfa í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn, deildarstjóra, aðra starfsmenn og fagaðila

 

Menntun, hæfni og reynsla:

  • Leikskólakennaramenntun, menntun á sviði sérkennslufræða, sálarfræði, þroskaþjálfunar eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg
  • Ánægja af því að starfa með börnum
  • Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
  • Góð íslenskukunnátta

Fáist ekki starfsmaður með tilhlýðilega menntun er ráðinn annar hæfur starfsmaður sem vinnur þá undir handleiðslu og stjórn deildarstjóra og sérkennslustjóra.

Um er að ræða 50% - 100% starf í eitt ár frá 1. maí 2020 eða eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2020.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Bjarnadóttir leikskólastjóri í síma 591 9340 eða með því að senda tölvupóst á baejarbol@leikskolarnir.is

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.